Þorbjörn Þórðarson er lögmaður með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi. Áður en Þorbjörn hóf störf í lögmennsku átti hann farsælan feril í fjölmiðlum um rúmlega ellefu ára skeið. Fyrst á Morgunblaðinu og síðar á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og Fréttablaðinu.

Menntun og réttindi

  • Héraðsdómslögmaður 2019
  • Meistarapróf (Mag.jur) í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 2013
  • BA-próf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands 2011
  • Stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands 2003


Starfsferill

  • Stofnandi og eigandi LPR lögmannsstofu slf. frá 2019
  • Fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar 2009-2019
  • Leiðarahöfundur á Fréttablaðinu 2016-2018
  • Blaðamaður á Morgunblaðinu 2008-2009


Félags og trúnaðarstörf

  • Í meistaraflokksráði Knattspyrnufélagsins Þróttar í Reykjavík 2013-2014
  • Í laganefnd Blaðamannafélags Íslands 2012
  • Í stjórn Nemendafélags Verzlunarskóla Íslands 2002-2003


Tungumál

  • Enska, þýska